Afhendingarskilmálar


Afhending vöru:

Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Seljandi ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá seljanda til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Hægt er að greiða 590 kr. fyrir rekjanlegt bréf. 

Verð á vöru og sendingakostnaður.

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk. Vara er ávallt send á ábyrgð og kostnað kaupanda.  Sé pöntuð vara ekki sótt – áskilur seljandi sér rétt til að senda vöruna til kaupanda á hans kostnað – eða að varan er geymd á kostnað og ábyrgð kaupanda og seljandi áskilur sér þá rétt til að krefjast geymslu- og umsýslugjalds.